Íbúafundur vegna hugmynda um sameiningu sveitarfélaga
Þann 22. apríl s.l. var haldinn íbúafundur í Ásahreppi þar sem til umræðu voru hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. KPMG var fenginn til að undirbúa og stýra fundinum. Kynnt var ferli sameininga sveitarfélaga samkvæmt lögum ásamt því að ýmsara rekstrarlegar upplýsingar frá sveitarfélögunum þremur kynntar og bornar saman.
Á fundinn mættu um 30 manns en einnig voruy 11 aðilar á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Hreppsnefnd Ásahrepps tók til umræðu sameiningarmál í Rangárvallasýslu á 26. fundi sínum. Fannst hreppsnefnd að heldur hafi verið dræm þátttaka á fundinum til að hún geti nýtt niðurstöður fundarins sem leiðbeinandi þátt í ákvörðun hreppsnefndar, hvort hefja eigi viðræður við önnur sveitarfélög í sýslunni um sameiningu. Niðurstaða hreppsnefndar var því að gerð verið skoðanakönnun samhliða forsetakosningum með þá von að skýrar komi fram vilji og viðhorf íbúa Ásarhepps til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.
Upplýsingum sem kynntar voru á íbúafundinum var dreift á öll heimili Ásarhepps helgina 25. – 26. maí s.l. svo íbúar geti kynnt sér málið áður en skoðanakönnun fari fram. Íbúar Ásahrepps eru hvattir til að taka þátt í skoðanakönnuninni svo niðurstaða hennar geti nýst sem best til leiðbeininga fyrir hreppsnefnd Ásahrepps áður en hún tekur afstöðu til málsins.
Ársreikningur Ásaljóss 2023
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti ársreikning Ásaljóss fyrir rekstrarárið 2023 á 25. fundi sínum þann 17. apríl 2024. Helstu niðurstöðutölur ársreikningsin eru:
Rekstrartekjur: 6.412.850
Rekstrarkostnaður: 2.758.994
Afskriftir: 3.810.835
Fjármagnsgjöld: 54.335
Rekstrarniðurstaða: -211.314
Eignir samtals: 75.934.853
Skuldir samtals: 3.779.986
Eigið fé samtals: 72.154.867
Eigið fé og skuldir samtals: 75.934.853
Handbært fé: 7.791.205
Hægt er að kynna sér ársreikninginn á heimasíðu Ásahrepps
Ársreikningur Ásahrepps 2023
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti ársreikning Ásahrepps fyrir rekstrarárið 2023 eftir aðra umræðu um ársreikninginn á 26. fundi sínum sem haldinn var 15. maí s.l. Helstu niðurstöður samstæðureikningsins Ásahrepps 2023 eru í þúsundum króna:
REKSTRARREIKNINGUR:
Rekstrartekjur: 536.836
Rekstrargjöld: -460.580
Afskriftir: -24.413
Fjármagnsgjöld: -3.741
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 48.102
EFNAHAGSREIKNINGUR
Fastafjármunir: 489.795
Veltufjármunir: 312.173
Eignir samtals: 801.967
Eigið fé: 617.054
Skuldbindingar: 7.064
Langtímaskuldir: 89.271
Skammtímaskuldir: 88.577
Eigið fé og skuldir samtals: 801.967
Handbært fé í árslok: 210.879
Veltufjárhlutfall: 3,52
Eiginfjárhlutfall: 76,9%
Skuldahlutfall: 34,4%
Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður: 57.055
Hægt er að kynna sér ársreikning Ásahrepps á heimasíðu Ásahrepps.
Öruggara Suðurland
Embætti lögreglustjóra á Suðurlandi í samstarfi við öll sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, félagsþjónustu- og barnavernd, embætti sýslumanns á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og framhaldsskólana FSu, FAS og ML undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir yfirskriftinni Öruggara Suðurland, í Ráðhúsi Ölfus fimmtudaginn 18. apríl s.l.
Við þetta tilefni foru flutt nokkur örerindi þar sem kynnt var starfsemi ólíkra stofnana og félagasamtaka sem fást við mál sem varða ofbeldi, s.s. heimilisofbeldi og mansal og hvaða áskorunum þau mæta við að þjónusta sína skjólstæðinga.
Einnig var vinnustofa þar sem starfsfólk ólíkra stofnana og félagasamtaka í landshlutanum fékk tækifæri til að ræða saman og hafa áhrif á hver verði áherslumálin fram að næsta samráðsfundi.