Framhaldstilraunaverkefni Jarðgerðar á Strönd!

Mánudagur, 5. desember 2022

Við leitum að Rangæingum sem vilja taka þátt í að móta nýja hringrás fyrir lífrænan heimilisúrgang í sýslunni!

 

Á næstu vikum hefjast á ný íbúaprófanir Jarðgerðar á Strönd, samstarfsverkefnis Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Meltu (áður Jarðgerðarfélagið). Markmið verkefnisins er að búa til notendavænt flokkunarferli fyrir íbúa með því leiðarljósi að hægt sé að meðhöndla og nýta þá auðlind sem lífrænn heimilisúrgangur er innan sýslunnar. Íbúaprófanirnar eru framhald á vel heppnaðri tilraun sem fór fram í fyrra og var með svipuðu sniði.

 

Tilgangur með prófunum sem þessum er er fyrst og fremst að læra hver upplifun íbúa er af nýju flokkunar- og söfnunkerfi á lífrænu hráefni. Endurgjöf og ábendingar frá þátttakendum verða nýttar til að móta notendavæna hringrásarþjónustu í Rangárvallasýslu. Tilraunin stendur í um 12 vikur og er íbúum á Hellu og í dreifbýli Rangárþings ytra og Ásahrepps boðið að taka þátt.

 

Smelltu hér til að lesa meira um verkefnið að skrá þig til þátttöku! 

 

Ef einhverjar spurningar vakna up verkefnið er hægt að senda línu á ibuar@melta.is