Guðþjónusta í Kálfholtskirkju 19. október n.k.

Þriðjudagur, 14. október 2025

Við söfnumst saman til messuhalds í Kálfholtskirkju á sunnudaginn kemur, 19.október sem er dagur heilbrigðisþjónustunnar. 

Messan hefst kl.14.00 og við syngjum við undirleik Glódísar Gunnarsdóttur og með aðstoð kórsins, hlýðum á forna teksta  Biblíunnar og leitum að merkingu þeirra í predikun nýja héraðsprestsins Gunnbjargar Óladóttur og síðast en ekki síst beinum við huganum til Guðs í bæn.  Öll hjartanlega velkomin.