við minnum á kynningarfundina um niðurstöðu markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótun fyrir áfangastaðinn Suðurland. Á fundunum munu fulltrúar Markaðsstofunnar kynna niðurstöðu skýrslu sem unnin var af markaðsráðgjafafyrirtækinu Manhattan ásamt Markaðsstofu Suðurlands en greiningin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands.
Fundirnir eru opnir öllum og við hvetjum sérstaklega fólk í ferðaþjónustu að mæta á kynningarnar. Léttar veitingar.
Fundirnir verða sem hér segir:
Klaustur, Kirkjubæjarstofa, 24. nóvember kl. 14:00 til 15:30 – fundi frestað. Ný dagsetning auglýst síðar.
Höfn, Nýheimar, 25. nóvember kl. 14:00 til 15:30 - fundi frestað. Ný dagsetning auglýst síðar.
Hótel Hekla, 28. nóvember, kl. 10:00 til 11:30
Hvollinn, Hvolsvöllur, 2. desember, kl. 10:00 til 11:30
Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst í netfangið info@south.is og tilgreina fundarstað.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.