Skipulagsfulltrúi óskast til starfa

Þriðjudagur, 6. febrúar 2018

Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita. Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.  Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni.

Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd áðurnefndra sveitarfélaga. Hann hefur umsjón með skipulagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Starfssvið:

·       Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum.

·       Útgáfa framkvæmdaleyfa.

·       Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um skipulagsmál.

·       Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.

Menntun og hæfniskröfur:

·       Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.

·       Umsækjandi skal uppfylla menntunar og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr.  123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

·       Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði.

·       Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.

·       Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi.

·       Hæfni í mannlegum samskiptum.

·       Hæfni í ræðu og riti.

·       Góð almenn tölvukunnátta.

Á starfsvæði embættisins er mikil fjölbreytni, þéttbýli, landbúnaður, sumarhús, dreifbýli og virkjanir. Íbúafjöldi svæðisins er um 3.950. Heildar flatarmál u.þ.b. 11.000 ferkílómetrar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og eiga umsóknir að berast á netfangið umsokn@gogg.is  Frekari upplýsingar veitir formaður skipulagsnefndar, Gunnar Þorgeirsson í síma 892-7309 eða á netfangið gunnar@gogg.is