Skoðanakönnun samhliða forsetakosningum um sameiningu sveitarfélaga

Mánudagur, 27. maí 2024

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun um afstöðu íbúa Ásahrepps til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.  Skoðanakönnunin verður framkvæmd samhliða forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.  Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar verður nýtt til leiðbeininga fyrir hreppsnefnd við ákvarðanatöku hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu.

Upplýsingum var dreift á hvert heimili um síðustu helgi ásamt auglýsingu um kjörfund og kjörstað vegna forsetakosninga 1. júní 2024.

Gögn sem dreift var til heimila í Ásahreppi má einnig nálgast hér með því að smella á krækjur hér fyrir neðan: