Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða einstaklinga til starfa með sorphirðubíl. Starfið felst í losun íláta í sorpbíl og að skila þeim til notenda á ný. Unnið er 4–5 daga í mánuði á Hellu og Hvolsvelli. Leitað er eftir einstaklingum sem eru líkamlega hressir, samviskusamir, liprir í samskiptum, duglegir og áræðnir. Starfið getur hentað fólki í vaktavinnu.
Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa um 7 starfsmenn í föstu starfi auk 3-4 í hlutastarfi. Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er byggðasamlag í eigu Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps og þjónustar alla Rangárvallasýslu.
Starfið hentar öllum kynjum og eru áhugasöm hvött til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Víðir Reyr Þórsson, framkvæmdastjóri vidir@ry.is eða í síma 855-1757.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2025. Ásamt umsókn skal fylgja starfsferilsskrá. Senda skal umsóknir á Eggert Val Guðmundsson, stjórnarformann á netfangið eggertvalur@ry.is.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.