Skólar
Leik- og grunnskólanám
Ásahreppur er aðili að byggðasamlaginu Odda bs. ásamt Rangárþingi ytra. Byggðasamlagið annast rekstur leik- og grunnskóla sveitarfélaganna, þ.e. Leikskólinn Laugalandi, Heklukot Hellu, Laugalandsskóli og Grunnskólinn Hellu.
Heimaskólar barna í Ásahreppi eru Leikskólinn Laugalandi og Laugalandsskóli.
Leikskólinn er til húsa að Laugalandi, 851 Hella.
Sími 487-6633 og netfang leikskolinn@laugaland.is
Sjá nánar á heimasíðu Leikskólans á Laugalandi http://www.leikskolinn.is/laugaland/
Laugalandsskóli er til húsa að Laugalandi, 851 Hella.
Sími 487-6540 og netfang laugholt@laugaland.is
Sjá nánar á heimasíðu Laugalandsskóla http://www.laugalandsskoli.is/
Skólastefna Ásahrepps og Rangárþings ytra 2015-2017
Tónlistarnám
Ásahreppur er aðili að Tónlistarskóla Rangæinga. Skólinn er rekinn af Héraðsnefnd Rangárvallasýslu og starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla.
Allir nemendur í elstu deild leikskóla, og nemendur í 2., 3. og 4. bekk í grunnskólum sýslunnar stunda nám í forskóla í Tónlistarskóla Rangæinga.
Skólinn er til húsa við Stóragerði, 860 Hvolsvöllur. Skólinn er einnig með starfstöðvar á Hellu og Laugalandi.
Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá 9 – 11:30.
Sími 488-4280 eða tonrang@tonrang.is.
Sjá nánar á heimasíðu Tónlistarskóla Rangæinga http://tonrang.is/