Skipulags- og byggingamál

Ásahreppur er aðili að Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs. ásamt Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Byggðasamlagið hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa á starfssvæði samlagsins. Sveitarfélögin skipa sameiginlega sex manna skipulagsnefnd skv. sérstökum samningi. Ásahreppur skipar einn aðalmann og annan til vara í nefndina. Nefndin fer með skipulagsmál skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og byggingarmál skv. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Embættið er til húsa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni.

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9 - 12 og 13 - 16.

Sími skrifstofunnar er opinn frá 9 - 12 og 13 - 15 alla virka daga nema föstudaga frá 9 - 12.

Símatímar skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa eru frá 9 - 12 alla virka daga.

Sími 480-5550.

Sjá nánar hér: utu.is

 

Aðalskipulags Ásahrepps, auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 29. desember 2022:

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.