Þriðjudagur, 22. nóvember 2016
Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að gerð fræðsluáætlunar til að efla og þróa þá fræðslu sem gestum þjóðgarðsins býðst. Mikilvægt er að rödd hagsmuna- og samstarfsaðila á hverju svæði þjóðgarðsins fái að heyrast í þeirri vinnu. Í byrjun október var fundur haldinn í Reykjavík með fulltrúum ýmissa stofnana og samtaka en nú er komið að því að leita til þeirra sem búa og/eða starfa næst þjóðgarðinum. Því boðum við til tveggja funda á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs:
mánudaginn 28. nóvember, kl. 14:00 í Laugalandsskóla, Laugalandi í Holtum
þriðjudaginn 29. nóvember, kl. 14:00 á Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri
Á fundunum langar okkur að ræða markmið þjóðgarðsins í fræðslustarfi, velta fyrir okkur helstu viðfangsefnum fræðslunnar, greina möguleika á samstarfi og draga fram sérstöðu hvers svæðis innan þjóðgarðsins. Á þessum fundum ætlum við að leggja áherslu á Vonarskarð og Tungnaáröræfi, Langasjó, Eldgjá og Lakagíga. Okkur þætti vænt um að fá þig eða þinn fulltrúa á annan hvorn fundinn, en þeir eru báðir opnir öllum áhugasömum einstaklingum.
Fundirnir standa í um 2½ klst. hvor, kaffiveitingar verða á boðstólum.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið jonabjork@vjp.is eða í síma 842 4237, í síðasta lagi kl. 10.00 mánudaginn 28. nóvember og tilgreinið á hvorn fundinn þið munuð mæta.