Allar fréttir

Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Náms- og rannsóknarstyrkur

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2017.  Styrkurinn nemur 1.250.000 kr.

Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.

Miðvikudagur, 1. nóvember 2017

Hið árlega opna hús verður á Lundi laugardaginn 11. nóvember kl. 14.-16.

Í ár föngum við 40 ára afmæli Lundar og í tilefni af því fáum við söngvarana úr söngleiknum Ellý til að taka nokkur lög m. a. úr söngleiknum.

Allir velunnarar hjartanlega velkomnir.

 

Hjúkrunarheimilið Lundur

Hellu

Miðvikudagur, 18. október 2017

Þar mega bændur frá Þjórsá að Markarfljóti koma með úrvalsgripi sína og eru þeir dæmdir og verðlaunaðir. Dæmt er í þremur flokkum lambhrútum veturgömlum hrútum og gimbrum. Í hverjum flokki  eru saman hvítir, mislitir, hyrndir og kollóttir. Dómarar voru Hermann Árnason, Reynir Stefánsson og Berglind Guðgeirsdóttir.

Efstu lambhrútar urðu.

1.     Nr. 434 frá Syðri – Úlfsstöðum með 39 stig fyrir BML og heildarstig 91. F: Kölski 10-920.

2.     Nr. 59 frá Kaldbak með 39 stig fyrir BML og heildarstig 90,5. F: Jökull 15-110.

Hafrún Ísleifsdóttir í Kálfholti átti litfegursta lambið
Miðvikudagur, 18. október 2017

 

Kjörfundur í Ásahreppi vegna alþingiskosninga verður haldinn í félagsheimilinu Ásgarði laugardaginn 28.október nk. hefst kl: 11:00 og lýkur kl: 19:00.

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef óskað er.

                                                    

Kjörstjórn Ásahrepps

Mánudagur, 16. október 2017

Guðsþjónusta verður í Kálfholtskirkju 22. okt. kl.14.

 

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Föstudagur, 13. október 2017

 

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis, sem haldnar verða laugardaginn 28. október 2017, mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kjördags.

Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að snúa sér með þær til skrifstofu sveitarfélagsins.

Sjá nánar hér: kosning.is/althingiskosningar-2017

 

-NJ-

Mánudagur, 9. október 2017

 

Dagskrá 50. fundar hreppsnefndar dagsettur 11. október 2017 kl. 9:00

1.     Fundargerðir

2.     Erindi til hreppsnefndar

              3.     Stækkun friðlands í Þjórsárverum, umsögn

              4.     Fjárhagsáætlun undirbúningur

              5.     Næsti fundur hreppsnefndar

 

 Laugalandi 9. október 2017, oddviti Ásahrepps

Föstudagur, 29. september 2017

Á næstunni verða haldnir kynningafundir vegna umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands.

Á fundinum fá væntanlegir umsækjendur leiðbeiningar um umsóknarferlið og gerð góðra umsókna.

Einnig mæta styrkþegar sem eru með áhugaverð verkefni í gangi og kynna sín verkefni og hvernig hugmynd verður að veruleika.

Kynningarfundir verða á eftirfarandi stöðum:

Flúðir – Hótel Flúðir
2. október – mánudagur kl. 12.00

Kynning: Korngrís kjötvinnsla – hönnun og þróun við uppsetningu kjötvinnslu – Petrína Þórunn Jónsdóttir

Föstudagur, 29. september 2017

 Ákveðið er að fara í  hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.  Gámar verða á  staðsettir á eftirtöldum stöðum, þ.e. á „gömlu“ gámastæðum þessara staða:

Skógum, Heimalandi, A-Landeyjum, V-Landeyjum, Fljótshlíð, Bakkabæjum, Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.

Á gámastæðunum verða gámarnir sem hér segir:  Í  Rangárþingi eystra 3. október til 9. október og í Rangárþingi ytra  og Ásahreppi 12. október til 19. október 2017.

Mánudagur, 25. september 2017

Loka þarf fyrir heitavatnið vegna vinnu við borholuna því verður sundlaugin lokuð allan daginn.

Pages