Ákveðið er að fara í hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Gámar verða á staðsettir á eftirtöldum stöðum, þ.e. á „gömlu“ gámastæðum þessara staða:
Skógum, Heimalandi, A-Landeyjum, V-Landeyjum, Fljótshlíð, Bakkabæjum, Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.
Á gámastæðunum verða gámarnir sem hér segir: Í Rangárþingi eystra 3. október til 9. október og í Rangárþingi ytra og Ásahreppi 12. október til 19. október 2017.