Allar fréttir

Þriðjudagur, 22. nóvember 2016

Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að gerð fræðsluáætlunar til að efla og þróa þá fræðslu sem gestum þjóðgarðsins býðst. Mikilvægt er að rödd hagsmuna- og samstarfsaðila á hverju svæði þjóðgarðsins fái að heyrast í þeirri vinnu. Í byrjun október var fundur haldinn í Reykjavík með fulltrúum ýmissa stofnana og samtaka en nú er komið að því að leita til þeirra sem búa og/eða starfa næst þjóðgarðinum. Því boðum við til tveggja funda á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs:

Fimmtudagur, 17. nóvember 2016

Mánudagur, 7. nóvember 2016

 

Dagskrá 38. fundar hreppsnefndar dagsettur 9. nóvember 2016 kl. 9:00

 

  1. Fjárhagsáætlun 2017-2020 (fyrri umræða)
  2.  Fundargerðir
  3. Erindi til hreppsnefndar
  4. Laugaland, framkvæmdir og viðhald
  5. Næsti fundur hreppsnefndar

 Laugalandi 7. nóvember 2016, oddviti Ásahrepps

Mánudagur, 7. nóvember 2016

Skrifstofan er lokuð í dag vegna veikinda.

Hægt er að hafa samband í gegnum asahreppur@asahreppur.is eða í síma 898-5828.

Mánudagur, 7. nóvember 2016
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða.
 
Miðvikudagur, 2. nóvember 2016

Loks hefur ný vefsíða Ásahrepps litið dagsins ljós. Markmið hennar er að veita íbúum og öðrum notendum sem bestar upplýsingar um málefni sveitarfélagsins með einföldum og skilvirkum hætti.

Í ljósi þess að vefsíðan er ný hlýtur hún að eiga eftir að taka einhverjum breytingum á meðan hún er að mótast. Á henni kunna að vera hnökrar sem þarf að lagfæra.

Það er ósk hreppsnefndar að íbúar taki síðunni vel, taki þátt í virkni hennar og sendi inn upplýsingar, fréttir, fróðleik og annað efni íbúum og öðrum notendum til gagns og gaman.

Pages